Á nýafstöðnum formannafundi Starfsgreinasambands Íslands komu fram hörð mótmæli gegn þeirri aðför sem ríkisstjórnin er í gegn atvinnulausum og tekjulágum með nýju fjárlagafrumvarpi. Með hækkun á matarskatti er verið að velta álögum frá tekjuhæsta fólkinu yfir á lágtekjufólk sem mun rýra enn afkomu almenns launafólks og sérstaklega þeirra tekjulægstu. Fjármálaráðherra hefur lýsti því yfir að með því að hækka virðisaukaskatt á matvæli, lækka almenna virðisaukaskattsþrepið og draga úr undanþágum í virðisaukaskattskerfinu ásamt niðurfellingu á ýmsum vörgjöldum, þá muni álögum á íslensk heimili lækka. Vísaði ráðherra þar sérstaklega til vörugjalda á sykur, s.k. sykurskatt, heimilistæki og byggingavörur. Benti ráðherra á að í því samhengi að útgjöld til matarinnkaupa væru svipað hlutfall útgjalda í öllum tekjuhópum, því séu tekjujöfnunaráhrif þess að hafa matarskattinn lægri en almennan virðisaukaskatt engin.


Önnur og dekkri mynd birtist þegar tölur um tekjur og neyslu er rýndar betur og borin saman við útgjöld mismunandi tekjuhópa til matarinnkaupa. Kemur í ljós að fjármálaráðherra er alls ekki að fara með rétt mál. Hjá tekjulægri heimilum er hærra hlutfalli ráðstafnatekna varið til nausynjavara eða 21% af tekjum. Meira fer því í neyslu en þau afla og þurfa því að taka lán fyrir mismuninum. Í tekjulægri hópnum eru t.a.m námsmenn sem hafa framfærslu af námslánum sem ekki eru tekjur. Hjá tekjuhærri heimilum er staðan öfug, þau neyta minna en þau afla eða 10% af tekjum og geta því varið hluta tekna sinna í sparnað. Breytingar á virðisaukaskatti munu skv. frumvarpinu leiða til 0,55% hækkunar á vísitölu neysluverðs, þar af 1,06% hækkun vegna hækkunar lægra þrepsins og 0,51% lækkunar vegna lækkunar hærra þrepsins. Breytingin mun því einnig hækka afborganir húsnæðislána með beinum hætti.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.