þriðjudagurinn 27. nóvember 2012

Meintar ólögmætar aðgerðir í garð meðlagsskuldara

Innheimtustofnun hefur heimilidir á grundvelli 5. gr. laga nr. 54/1971, að stofna til kröfusambands milli stofnunarinnar og launagreiðanda meðlagsskuldara.  Þannig getur stofnunin gert kröfu á atvinnurekandann, að hann dragi, drjúgan hluta hluta útborgaðra launa meðlagsskuldara og greiði beint til stofnunarinnar, jafnvel í hverjum mánuði um langt árabil.  Lögum samkvæmt ber atvinnurekandinn ábyrgð gagnvart Innheimstustofnun þegar umrætt kröfusamband er komið á, en ekki meðlagsskuldarinn.

 

Samtök meðlagsgreiðenda hafa gögn undir höndum og nokkur staðfest dæmi sem sýna að atvinnurekendur hafa í nokkkrum tilfellum látið hjá líða að greiða frádregna meðlagsskuld launþega til Innheimtustofnunar og haldið þeim þess í stað hjá sér.  Meðlagsskuldarar eru í slíkri stöðu grandalausir því það skuldayfirlit sem Innheimtustofnun sendir meðlagsskuldurum gerir ekki grein fyrir inngreiðslum til stofnunarinnar, heldur einungis höfuðstóllinn.  Halda skal því til haga að slík vinnubrögð samræmist ekki upplýsingaskyldu stofnunarinnar, stjórnsýslulögum samkvæmt.  Meðlagsskuldarar geta því ekki séð með nokkrum hætti að meðlög séu ekki greidd enda lækkar höfuðstóllinn ekki sem safnar dráttarvöxtum sem eru 23.4% að jafnaði.

 

Þau fyrirtæki sem umræddir meðlagsskuldarar unnu hjá voru sett í gjaldþrotameðferð og að gjaldþrotaskiptum loknum hafði Innheimtustofnun látið hjá líða að gera kröfur í þrotabúin.  Að loknum gjaldþrotaskiptum gerði Innheimtustofnun meðlagsgreiðendum grein fyrir því að greiðslur höfðu aldrei borist til stofnunarinnar þrátt fyrir að hún átti frumkvæði á að stofna til slíks kröfusambands.  Í kjölfarið gerði Innheimtustofnun nýjar kröfur á meðlagsskuldaranna þannig að þeir þurfa greiða sömu meðlagskröfurnar tvisvar, sem í sumum tilfellum hlupu á nokkrum milljónum.

 

Samtök meðlagsgreiðenda telja framgöngu Innheimtustofnunar brjóta í bága við 5. gr. laga nr. 54/1971 sem kveður á um kröfusamband Innheimtustofnunar og atvinnurekanda og er því framganga stofnunarinnar bæði ólögleg og siðlaus að mati samtakanna.

 

Mikilvægt er að meðlagsskuldarar sem þurfa að sæta innheimtuhörku af þessu tagi séu meðvitaðir um rétt sinn og þessarar ólögmætu framgöngu Innheimtustofnunnar, einkum þar sem gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað til muna frá hruni.

 

Stjórn Samtaka meðlagsgreiðenda.

 Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.