Translate to

Fréttir

Námskeið um réttindi atvinnulausra

Þann 6. apríl verður haldið á vegum Verk Vest og Fos Vest námskeið fyrir félagsmenn um rétt til atvinnuleysisbóta, vinnumarkaðsaðgerðir og rekstrarerfiðleika fyrirtækja.

Á námskeiðinu verður leitast við að gefa yfirsýn yfir þann hugmyndagrunn sem lög um atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir byggja á og framkvæmd laganna. Farið verður yfir  og útskýrð ýmis atriði sem gjarnan flækjast fyrir þeim sem þurfa að skrá sig atvinnulausa, t.d. skráningin - hvernig og hvenær, bótaréttur og útreikningur hans, hlutabætur, virk atvinnuleit, bótatímabil, bætur erlendis, biðtími, hópuppsagnir og réttur við gjaldþrot.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Ísafirði og stendur frá kl. 17:30 - 21:00. Ætlunin er að tengjast þátttakendum á Hólmavík og Patreksfirði um fjarfundarbúnað.
Kennarar á námskeiðinu koma frá ASÍ og Vinnumálastofnun. Þátttaka er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar í auglýsingu hér.

Power point skjal um hlutabætur hér.

Deila