Translate to

Fréttir

Nýjar deildarstjórnir kosnar á aðalfundi deilda og trúnaðarráðs

Á opnum fundi Trúnaðarráðs og aðalfundi starfsgreinadeilda Verk Vest voru kjörnar nýjar deildarstjórnir samkvæmt 4. gr. laga félagsins. Innan Verk Vest starfa fimm starfsgreinadeildir þar sem hópar launafólks er hafa sérstöðu um fagleg málefni sem og kaup og kjör eiga samleið. Starfsgreinadeildirnar eru Matvæla- og þjónustudeild hjá SGS, Opinber deild hjá SGS, Verslunar- og skrifstofudeild hjá LÍV, Sjómannadeild hjá SSÍ og Iðnaðardeild hjá Samiðn.  

Sjómannadeild félagsins hélt sinn aðalfund 26. desember þar sem ný stjórn var kosin samhljóða og er skipuð eftirtöldum félagsmönnum:

Formaður: Sævar Gestsson, varaformaður: Grétar Þór Magnússon, meðstjórnandi: Hörður Snorrason. Varamenn: Ómar Sigurðsson og Jón B. Hermannsson.

Ný stjórn Matvæla- og þjónustudeildar hjá SGS var kosinn með öllum greiddum atkvæðum og er skipuð eftirtöldum félagsmönnum:

Formaður: Gunnhildur B. Elíasdóttir, varaformaður: Artur Balzej Kowalczyk, meðstjórnandi: Sigurlaug Stefánsdóttir. Varamenn: Sigrún M. Árnadóttir og Hjalti Öfjörð. 

Ný stjórn Opinberu deildar hjá SGS var kosinn með öllum greiddum atkvæðum og er skipuð eftirtöldum félagsmönnum: Formaður: Ingvar G. Samúelsson, varaformaður: Zaneta Gosciniak, meðstjórnandi: Guðfinna Guðmundsdóttir. Varamenn: Hulda Gunnarsdóttir og Agnieszka Szafran.

Ný stjórn deildar verslunar og skrifstofufólks hjá LÍV var kosinn með öllum greiddum atkvæðum og er skipuð eftirtöldum félagsmönnum: Formaður: Margrét Jóhanna Birkisdóttir, varaformaður: Eygló Harðardóttir, meðstjórnandi: Valdimar Gunnarsson. Varamenn: Steingrímur R. Guðmundsson og Þorbergur Haraldsson. 

Ný stjórn Iðnaðardeildar hjá Samiðn var kosinn með öllum greiddum atkvæðum og er skipuð eftirtöldum félagsmönnum: Formaður: Viðar Kristinsson, varaformaður: Helga Haraldsdóttir, meðstjórnandi: Hákon Jónsson. Varamenn: Salmar Már Salmarsson Hagalín og Júlíus Ólfasson.

Samkvæmt lögum félagsins taka kjörnir formenn deilda strax sæti í aðalstjórn félagsins. 

Deila