miðvikudagurinn 11. september 2013

Nýtt félaga- og iðgjaldakerfi hjá Verk Vest

Nýtt tölvukerfi, Jóakim, hefur verið tekið í notkun hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga.  Auk þess að vera félaga- og iðgjaldakerfi þá heldur það utan um orlofsíbúða- og órlofshúsaleigur sem og styrki allskonar.

         Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að uppfæra bókhaldið frá gamla kerfinu yfir í það nýja. Í tengslum við breytingar í bókhaldsvinnu hefur fyrirtækjum sem, annað hvort hafa ekki staðið í skil á stéttarfélagsgjöldum eða gleymt að senda skilagreinar verið send áminning þess efnis.

         Er þess vænst að fyrirtæki taki vel í áminninguna og geri skil eða hafi samband vakni spurningar.  Hægt er að senda fyrirspurnir til skrifstofunnar á netfangið ebba@verkvest.is

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.