Translate to

Fréttir

Nýtt félagsskírteini og afsláttarkort

Þessa dagana er nýtt félagsskírteini að berast til félagsmanna. Skírteinið er jafnframt afsláttarkort og rafrænt auðkenniskort. Kortið er unnið í samstarfi við Íslandskortið. Með útgáfu rafrænna skírteina opnast fyrir ótal möguleika eins og að nýta kortið til auðkenningar á ýmsum þjónustum sem verða kynntar eftir því sem notkunin eykst.

Það sem nú þegar er í boði er eftirfarandi:

AFSLÆTTIR

Áfram verður hægt að nota kortin fyrir afslætti og hefur verið aukið verulega við í hópi þeirra fyrirtækja sem nú þegar gefa afslátt. Hægt er að sjá upplýsingar um afslætti á heimasíðu Verkvest sem og á heimasíðunni islandskortid.is/afslattur. Afslættir eru uppfærðir reglulega og við hvetjum fólk til að fylgjast með á heimsíðu félagsins.

SJÁLFSAFGREIÐSLA

Hægt er að nota kortið til greiðslu og afsláttar víðsvegar um landið. Í hópi þeirra staða sem nú þegar eru orðnir virkir má nefna Þingvallarþjóðgarð, Vatnajökulsþjóðgarð, Gullfoss og fleiri staði.

Félagsmenn eru hvatti til að kynna sér notkunarmöguleika nýja félagsskírteinisins

Deila