Translate to

Fréttir

Nýtt greiðsluþátttökukerfi Heilbrigðisráðherra – kostnaður fluttur á almenna notendur heilbrigðisþjónustu

Með nýju greiðsluþátttökukerfi má gera ráð fyrir verulega aukinni kostnaðarþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Þetta kom fram í máli Hennýjar Hinz hagfræðings hjá ASÍ í fyrirlestri um nýtt greiðsluþátttökukerfi Heilbrigðisráðherra.

Henný benti á að allt frá árinu 1980 hefði greiðlsuþátttaka sjúklinga í heilbrigðisþjónustu verið að aukast. Árið 1980 var greiðsluþátttaka ríkisins um 88% á móti 12% frá heimilum landsmanna, en hefði aukist til ársins 2016, en þá var greiðsluþátttaka ríkisins um 80% á móti 20% frá heimiilum landsmanna. Samantektin staðfestir að kostnaður heimila í heilbrigðisþjónustu hefur aukist gríðarlega og mun aukast verulega með tilkomu nýja greiðsluþátttökukerfisins.

Afleiðingin er að almenningur á Íslandi mun síður sækja sér nauðsynlega læknis eða sérfræðiþjónustu vegna kostnaðaraukans. Ef horft er til tekjulægsta hópsins og skoðað hvort þeir séu líklegri en aðrir til að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónust, kemur í ljós að um 6% þeirra sækir ekki viðeigandi þjónustu vegna aukins kostnaðar á móti 0,5 -3% hjá sabærilegum hópi á norðurlöndunum.

Sjúklingar sem í dag þurfa fjölþætta heilbrigðisþjónustu lenda í mörgum greiðsluþátttökukerfum. Afleiðingin er mikill kostnaður einstaklinga og má í raun segja að sjálfsábyrgð okkar í heilbrigðiskerfinu sé mjög mikil. Getur kostnaðurinn hlaupið á hundruðum þúsunda króna þar sem í raun sé ekkert þak á kostnaðnum. Einnig eru kerfin slæm að því leiti að þau takmarkast við almanaksárið og því sé mjög óheppilegt að veikjast eða lenda í slysi seint á árinu.  Staðan skapar mikið ójafnræði og einnig hvað varðar meðferð sem veitt er.

Hugmyndir ráðherra um breytingar á kerfunum byggjast á því að búa til tvö kerfi. Annað fyrir hilbrigðisþjónustu og hitt varðar lyfjakostnað. Lyf verði áfram utan við heilbrigðisgreiðsluþátttöku eins og þau eru í dag. Það sem er jákvætt er að sjúkra-, tal- og iðjuþjálfun koma inna í nýja kerfið og byggir greiðsluþátttökukerfið á 12 mánaða tímabili í stað almanaksárs eins og var áður. Breytingin mun einnig bæta stöðu þeirra sem að jafnaði þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda eins og t.d. langtímaveikir. Í nýja kerfinu er lagður grunnur að einskonar þjónustustýringu með tilvísanakerfi.

Rétt er að benda á að fjársveltum heilsugæslum er ætlað það hlutverk að halda utan um nýtt tilvísunarkerfi. Hlutverk þeirra felst í að vera fyrsti viðkomustaður sjúklings og vísa áfram til frekari þjónustu. Vegna fjárskorts mun heislugæslan ekki geta sinnt því hlutverki sem skyldi. Rétt er að benda á að einungis hluti almennra notenda heilbrigðisþjónustu er með skráðan heilsugæslulækni.

Greiðsluþak mun miðast við mánuð, 6 mánuði og 12 mánuði. Greiðsla á mánuði getur orðið kr. 33.600 þó þannig að á 6 mánuðum verði þakið kr. 67.700 og á 12 mánaða tímabili verður þakið kr. 95.200.

Segja má að þeir sem muni njóta mestra varna í nýju kerfi eru langtíma veikir s.s. krabbameinssjúklingar og þeir sem gíma við afleiðingar slysa. Barnafjölskyldur munu einnig njóta nokkurs ávinnings þar sem gjaldtakan verður einfölduð og munu barnmargar fjölskyldur í almennri þjónustu njóta ávinnings umfram aðra nema varðandi sérfræðiþjónustu. Kerfið mun því gagnast barnafjölskyldum mjög vel, þannig að þau geta mætt til sérfærðilæknis með eða án tilvísunar. Með tilvísun greiða börn ekki neitt en án tilvísunar greiða börn sama gjald og elli- og örorkuþegar.

En kerfið hefur líka sína galla sem endurspeglast einna helst í að eingöngu er verið að færa kostnað á milli sjúklinga. Almennir sjúklingar sem nota þjónustuna mun finna fyrir verulegri hækkun eða allt að 31% kostnaðarauka.

Meðal almennra sjúklinga í hópi aldraðra og öryrkja verður hækkunin enn meiri, en þar mun kotnaðarauki verða allt að 73%. Umræddur kostnaðarauki mun verða þrátt fyrir breytingu á greiðsluþaki og leggst á almenna notendur heilbrigðisþjónustu.

Segja má að þessi tilfærsla kostnaðar milli kerfa sé einn stærsti gallinn á nýja kerfinu. En um 85 þúsunda almennra notenda mun taka á sig um 31% kostnaðarauka og um 37 þúsund lífeyrisþega munu taka á sig um 73% kostanaðrauka. Augljóst er að ákveðnir hópar af þessum 122 þúsund manna hópi, sérstaklega lágtekjufólk og lífeyrisþegar munu ekki geta sótt sér nauðsynlega almenna læknisþjónustu vegna kostnaðarhækkunar. Almennir notendur úr þeim hópi gætu þurft að greiða allt að kr. 157.000 í almenna heilbrigðisþjónustu á 12 mánaða tímabili og lífeyrisþegar allt að kr. 104.500 í almenna heilbrigðisþjónustu á 12 mánaða tímabili. Rétt er að benda á að þarna er lyfjakostnaður ekki meðtalinn og bætist því við boðaðann kostnaðarauka.

Athygli vekur að sálfræðiþjónusta verður áfram undanskilin í nýja greiðsluþátttökukerfinu sem skýtur mjög skökku við þar sem andleg veikindi eru stækkandi vandamál í íslensku heilbrigðiskerfi. Sjúkrasjóðir stéttarfélaga og starfsendurhæfingar hafa staðfest að nánast má tala um sprengingu vegna aukins fjölda einstaklinga sem leita sér þjónustu vegna andlegra sjúkdóma. Við þeim bráðavanda er ekki brugðist í nýja greiðsluþátttökukerfinu.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

 

Deila