Translate to

Fréttir

Opið almennt útboð - Utanhússviðgerðir

Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar hér með eftir tilboðum í viðhald utanhúss á húsum félagsins við Pólgötu 2 á Ísafirði og Aðalgötu 26 á Suðureyri, samkvæmt útboðslýsingu og gögnum sem hægt er að kaup hjá Tækniþjónustu Vestfjarða Aðalstræti 26 Ísafirði.  Útboðsgögnin er hægt að nálgast frá og með mánudeginum  23. apríl n.k. og kosta 5.000,- krónur.

Útboðið er almennt opið útboð. Verkkaupi er  Verkalýðsfélag Vestfirðinga  kt. 650102-3470.

Helstu verkþættir eru: Klæðningu á húsunum að utan með bárujárnsklæðningu yfir timburgrind og einangrun. Málun á timburgluggum og hurðum ásamt viðgerðum/endurnýjun á þakköntum og niðurföllum. Viðgerðir á ryðpunktum og ryðguðu járni á veggjum sem fara undir klæðningu ásamt viðgerð á ryðblettum á þaki.

Helstu magntölur eru:  Pólgata 2, veggfletir um 220 m2 og glugga- og hurðarkarmar um 170 lm. Aðalgata 26, veggfletir um 210 m2, glugga- og hurðarkarmar um 180 lm.

Nánari upplýsingar um einstaka verkþætti fást hjá Tækniþjónustu Vestfjarða.

Verkkaupi gerir þær kröfur til tilboðsgjafa að þeir sýni fram á að þeir hafi staðið í skilum með opinber gjöld og séu skuldlausir við lífeyrissjóði og stéttarfélög. Verkkaupi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Tilboð verða opnuð föstudaginn 4. maí 2012, kl.14.00 að viðstöddum fulltrúum verkkaupa, umsjónaraðila útboðsins og fulltrúum tilboðsgjafa.

Deila