Translate to

Fréttir

Orlofsuppbót 2014 - athugaðu þinn rétt !

Verk Vest vill minna launafólk á rétt sinn til að fá greidda orlofsuppbót. Þeir sem starfa á alemnnum vinnumarkaði eða hjá ríkisstofnunum og sveitafélögum eiga að fá greidda orlofsuppbót þann 1. júní nk. Allt starfsfólk sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí eiga rétt á uppbótinni. Orlofsuppbót hjá Verkalýsfélagi Vestfirðinga er með sama hætti og hjá öðrum félögum innan ASÍ. Nokkur misskilningur virðist snúast um að þau félög sem samþykktu kjarasamninga á almennum markaði 21. desember 2013 væru með lægri upphæð í orlofsuppbót í sínum samningi. Þetta er EKKI rétt. Verk Vest vill hvetja félagsmenn til að fylgjast vel með hvaða upphæð þeir fá greidda í orlofsuppbót og hafa samband við félagið ef þeir telja á sér brotið.

Þessu til áréttingar minnir félagið á að eftirfarandi upphæðir orlofsuppbótar gilda hjá Verk Vest og miðast þær við starfsfólk í 100% starfi og skulu greiddar eigi síðar en 1. júní.

Landverkafólk samkvæmt kjarasamningum SGS......... kr. 39.500
Verslunar- og skrifstofufólk.................................. kr. 39.500
Faglærðir iðnaðarmenn....................................... kr. 39.500
Starfsfólk ríkisstofnana........................................ kr. 39.500
Starfsfólk sveitafélaga......................................... kr. 39.000
Starfsfólk Kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal..... kr. 39.500
Starfsfólk Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum....... kr. 99.287
Deila