Translate to

Fréttir

Petra Hólmgrímsdóttir er nýr ráðgjafi Virk á Vestfjörðum

Petra Hólmgrímsdóttir hefur verið valin hæfust úr hópi sjö umsækjenda um stöðu starfsendurhæfingarráðgjafa Virk hjá stéttarfélögunum á Vestfjörðum. Petra tekur formlega við keflinu af Fanney Pálsdóttur þann 1. júní næst komandi, en þá mun Fanney fara í árs leyfi frá störfum.

Petra er aðfluttur Ísfirðingur, sem kann vel við sig á landsbyggðinni að eigin sögn. Petra er með háskólapróf í grunnskólafræðum frá Háskólanum á Akureyri. Hún útskrifaðist með B.Sc í Sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og lauk M.Sc viðbótarmnámi í Klíniskri- og afbrigðasálfræði frá University of South Wales árið 2016. Petra hefur starfað sem kennari við Grunnskólann á Ísafirði frá árinu 2010. Verk Vest býður Petru velkomna til starfa á nýjum vettvangi. 

Deila