Translate to

Fréttir

Ríkisvaldið standi við lög og gerða samninga

Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK segir afstöðu stjórnar VIRK mjög skýra, sem kemur fram m.a. í umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis,  að ef ríkið tekur ekki þátt í fjármögnun á VIRK eins og lög kveða á um og samningar gera ráð fyrir þá er ljóst að VIRK getur ekki tekið við einstaklingum í þjónustu á árinu 2015 sem ekki er greitt af í sjóðinn. Það felur í sér að ekki verður lengur fyrir hendi eitt heildarkerfi atvinnutengdrar starfsendurhæfingar með jöfnum aðgangi fyrir alla einstaklinga sem þurfa á þjónustunni að halda. Þetta mun einnig koma í veg fyrir að allir einstaklingar eigi kost á að ganga í gegnum skipulagðan og faglegan starfsendurhæfingarferil sem er forsenda þess að unnt verði að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats.

Þetta kom fram í máli Vigdísar á upplýsingafundi sem haldin var um ávinning af starfsemi VIRK fyrir lífeyrissjóði. Fór Vigdís yfir ávinning sem lífeyrissjóðir í landinu hafa af samstarfi við VIRK. 

Nánar má lesa um erindi sem flutt voru á fundinum á heimasíðu VIRK.

Deila