Translate to

Fréttir

Samfélagið verður af tugum milljarða árlega

Sigurður Magnússon var gestur aðalfundar Sigurður Magnússon var gestur aðalfundar
Gestur aðalfundar Verkalýðsfélgas Vestfirðinga var Sigurður Magnússon starfsmaður hjá Matvís og fyrrverandi verkefnastjóri hjá ASÍ. Á fundinum kynnti hann skýrslu um vinnustaðaskilríki og verkefnið "Leggur þú þitt af mörkum". Í máli Sigurðar kom fram að samstarf ASÍ, SA og Ríkisskattstjóra hefði skilað umtalsverðum árangri undanfarin ár. Með átakinu á árinu 2013 hafi rúmlega 14 milljörðum króna verið skilað aftur í ríkiskassann. Þetta voru fjármunir sem hafði verið skotið undan skatti og einnig er inn í tölunni innheimt bótasvik svo sem vegna tryggingabrota og rangri skráningu á atvinnuleysisskrá. Alvarlegu skilaboðin sem Sigurður flutti fundarmönnnum voru þau að því miður hefðu Samtök atvinnulífsins ( SA ) ákveðið að draga sig út úr samstarfinu með því að segja upp tveim stöðugildum sem var þeirra framlag til átaksverkefnanna. Sú ákvörðun skýtur mjög skökku við, því svört atvinnustarfsemi og undanskot á vinnumarkaði hljóta að skekkja samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja sem sannarlega spila eftir settum lögum og reglum.  Einnig væri óljóst með áframhaldandi aðkomu Ríkisskattstjóra í verkefninu. Fundarmenn furðuðu sig mjög á afstöðu SA og einnig því að ekki einu sinni ríkisvaldið hefði áhuga á að verja fjármunum til verkefnisins. Tómum ríkiskassa hlýtur að muna um 14 milljarða.
Deila