föstudagurinn 25. apríl 2014

Samkomulag við ríkið samþykkt

Atkvæði hafa verið talin vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs við  Starfsgreinasambands Íslands sem Verk Vest er aðili að. Samkomulagið var undirritað 1. apríl síðastliðinn og gildir frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015.  Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða og félagar innan SGS greiddu atkvæði um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu og var kjörsókn 30%.

Í samkomulaginu felst launahækkun um að lágmarki 8.000 krónur fyrir fullt starf á mánuði. Greidd verður eingreiðsla við samþykkt samningsins uppá 14.600 krónur og í apríl 2015 greiðist önnur eingreiðsla að upphæð 20.000 krónur miðað við fullt starf. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eftir 4 mánuði eru 214.000 krónur.


Desemberuppbót verður 73.600 á árinu 2014 og orlofsuppbót verður 39.500 krónur. Þá var einnig staðfest í samningnum heimild til að greiða allt að kr. 30.000 á mánuði fyrir tímabundið álag eða sérstakar aðstæður sem geta skapast í starfsemi stofnunar. Þá komu einnig inn fjármunir til að vinna ennfrekar í stofnanasamningum á félagssvæði Verk Vest.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.