Calendar er til Verkalýðsfélag Vestfirðinga / Fréttir / Samningur við sveitarfélögin samþykktur
þriðjudagurinn 11. febrúar 2020

Samningur við sveitarfélögin samþykktur

Atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við sveitarfélögin er nú lokið og niðurstaðan afgerandi. Kjörsókn var undir væntingum, en ríflega 83% félagsmanna Verk Vest sem kusu um samninginn samþykktu hann.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar félagsmönnum sínum til hamingju með samninginn.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.