Translate to

Fréttir

Samtök atvinnulífsins komi nú þegar að samningaborðinu með raunhæft samningstilboð til lausnar deilunni !

"Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest krefst þess að Samtök atvinnulífsins komi nú þegar að samningaborðinu með raunhæft samningstilboð til lausnar deilunni. Verkafólk í fullu starfi gerir þá kröfu að laun dugi til framfærslu. Ýmis öfl í þjóðfélaginu, þar á meðal seðlabankastjóri á margföldum verkamannalaunum, er ekki viðsemjandi í þessari deilu. Það getur ekki verið hans hlutverk við reikningsstokkinn að tala niður kröfur hinna lægst launuðu með hótunum um efnhagshrun og atvinnumissi. Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest lýsir fullum stuðningi við framkomnar kröfugerðir saminganefnda aðildarfélaga ASÍ og hvetur til að þeim verði fylgt eftir af fullum þunga með öllum tiltækum ráðum."

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Deila