Translate to

Fréttir

Sjómannadagurinn

Sjómennska of fiskveiðar hafa komið Íslandi og Íslendingum þangað sem við erum í dag og lagt grunninn að velsæld lands og þjóðar, sterkan grunn sem hefur gert öðrum atvinnugreinum kleyft að hasla sér völl og skapa sterkt samfélag. Til að koma okkur á þann stað sem við erum í dag hafa sjómenn þurft að færa fórnir, ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur einnig fyrir fjölskyldu sína. Makinn þarf að taka boltann þegar sjómaðurinn er á sjó, enda hafa sjómannskonur upp til hópa verið miklir skörungar.

Sjómannadagurinn er til heiðurs þeim sem sækir sjóinn, þeim sem hleypur í skarðið fyrir þá í landi, og fjölskyldunni sem þarf að búa við fjarveru fyrirvinnunnar.

Sjómenn! Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar ykkur og fjölskyldum ykkar til hamingju með daginn.

Deila