Translate to

Fréttir

Skattlagning séreignarlífeyris svik!

Gengið af séreign dauðri ! Gengið af séreign dauðri !
Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga lýsir yfir stuðningi við ályktun miðstjórnar Samiðnar þar sem fram kemur hörð gagnrýni á inngrip stjórnvalda í frjálsa kjarasamninga með einhliða breytingu á skattlagningu séreignasparnaðar. Nái þessar fyrirætlanir stjórnvalda fram að ganga hlýtur verkalýðshreyfingin að hvetja félagsmenn sína til að hætta að leggja í séreignarsparnað umfram 2% af eigin launum.

Með þessari einhliða aðgerð stjórnvalda er verði að ganga að séreignarsparnaðarformi launþega dauðu. Líkt og bent er á í ályktun frá nýafstöðnu þingi SGS þar sem kemur fram að sá hluti sem er umfram 2% lendir að mestu í eignaupptöku stjórnvalda þar sem bæði inn- og útgreiðsla sparnaðarins verður skattlögð. Tvísköttunin leiðir til þess að milli 60 og 70% af höfuðstól sparnaðarins greiðist í skatt.

Við þær aðstæður sem almenningur býr við í dag er áríðandi að stjórnvöld hvetji til sparnaðar frekar en dregið verði úr honum. Fyrir liggur að vextir af sparnaðinum verða skattlagðir eins og launatekjur en ekki eins og fjármagnstekjur. Þannig verði mökuleikar til sparnaðar skertir eins leiða má líkum að verði þessi gjörningur að veruleika.

Deila