Translate to

Fréttir

Smábátasjómenn samþykktu nýjan kjarasamning

Atkvæði vegna kosningar um nýjan kjarasamning smábátasjómanna voru talin hjá ríkissáttasemjara föstudaginn 5. október.
   Niðurstöður atkvæðagreiðslunar voru ótvíræðar, meðal sjómanna fór atkvæðagreiðslan þannig að 64,3% sögðu já og 35,7% sögðu nei. Hjá Landssambandi smábátaeiganda samþykktu 74% þeirra félagsmanna LS sem greiddu atkvæði samninginn, hjá LS var 25% þátttaka.  Þetta er í fyrsta skipti sem samþykktur er kjarasamningur fyrir smabátaflotann á landsvísu. Ekki eru mörg ár síðan að sjósókn á smábátum var nánast eingöngu stunduð sem einmenningssjósókn og þá yfirleitt af eigendunum sjálfum.
Samþykkt kjarasamninganna er stór áfangi í réttindabaráttu smábátasjómanna þó svo einhverjir hafi ekki verið ánægðir með skiptakjör í nýja samningnum. Verk Vest óskar smábátsjómönnum til hamingju með áfangann en minnir jafnframt á að í samningnum er eingöngu kveðið á  um lágmarkskjör í greininni. 
Deila