miðvikudagurinn 13. nóvember 2013

Staðan í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins

Starfsgreinasamband Íslands lagði fram kröfur sínar um síðustu mánaðarmót og byggðust þær á kröfugerðum frá aðildarfélögunum og niðurstöðu samninganefndarinnar. Í samninganefndinni eiga sæti formenn allra aðildarfélaga SGS sem veitt hafa umboð, þ.e. félög utan höfuðborgarsvæðisins. SGS hefur alltaf talað fyrir því að ef launafólk á að sýna varkárni í samningum og freista þess að halda niðri verðbólgu verða aðrir að vera tilbúnir í það líka. Boðaðar hækkanir ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga á þjónustugjöldum auk hækkandi verðs á vöru og þjónustu eykur ekki líkurnar á því að samningar náist „á hófsömum nótum“.

Samninganefnd ASÍ fór á fund ráðherra á föstudaginn síðasta og hefur mátt heyra í kjölfarið vilja til að koma til móts við lægst launaða fólkið í formi skattalækkana. Eftir stendur að vita hvaða tillögur verða lagðar fyrir og hvernig sveitarfélögin ætla að liðka fyrir kjarasamningum í gegnum verðskrár sínar: „Við erum að skoða okkar stöðu en framhaldið ræðst mikið af því hvað stjórnvöld og ýmsir aðrir gera næstu daga“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.