fimmtudagurinn 13. desember 2012

Starfsfólki í vestfirskum fiskvinnslum umbunað

Verk Vest hefur fengið viðbrögð frá nokkrum fyrirtækjum í sjávarútvegi og fiskvinnslu eftir að félagið beindi þeirri hvatningu til þeirra um að sýna starfsfólki álíka myndarskap og kollegar þeirra á norðurlandi hafa gert að undanförnu. Forsvarsmenn nokkura sjávarútvegfyrirtækja á Vestfjörðum höfðu samband við félagið og tilkynntu að starfsfólk þeirra nyti aukabónusa í desember umfram lágmarksákvæði kjarasamninga. Slíkur háttur hafi verið á hjá sumum undanfarin ár án þess að slíkt teldist fréttamatur. Fulltrúar félagsins hafa verið í sambandi við starfsfólk á þessum vinnustöðum og fengið staðfest að svo sé og því ber að hrósa.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.