þriðjudagurinn 9. september 2014

Starfsgreinasambandið heldur formannafund á Ísafirði

Frá formannafundi á Húsavík
Frá formannafundi á Húsavík

Starfsgreinasamband Íslands ( SGS ) heldur útvíkkaðann formannafund á Ísafirði í dag og á morgun.  Fundurin fer fram á Hótel Ísafirði og þátttakaendurnir, sem eru 35 að tölu, koma frá aðildarfélögum SGS af öllu landinu. Gera má ráð fyrir að kjara- og atvinnumál verði fyrirferðamikil á fundinum þar sem undirbúningur fyrir kjaraviðræður á almennum vinnumarkaði eru þegar hafin í aðildarfélögum SGS. Ásamt því að ræða kjaramál mun verða staða atvinnumála á Vestfjörðum fá sérstaka umfjöllun. Í því samhengi er rétt að nefna að Shiran Þórisson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða verður með framsögu um atvinnumál. Einnig verða vinnustaðaskírteini, umræður um  komandi þing ASÍ til umræðu ásamt umræðum um fjárhag sambandsins og fleira.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.