Translate to

Fréttir

Störf hjá sveitarfélögum endurmetin

Nú er lokið endurmati starfa hjá sveitarfélögum, sem ákveðið var í bókun með kjarasamningi 1. júlí 2014.

Er skemmst frá því að segja að með þessu nýja starfsmati hækka fjölmörg störf. Af 161 starfsheiti sem er til í mörgum sveitarfélögum hækka 154 um launaflokka en 7 störf standa í stað. Mest hækkar mat á einstöku starfi sem samsvarar 10 launaflokkum.

Auk þessara starfa hafa mörg staðbundin störf hjá einstaka sveitarfélögum verið endurmetin.

Þær leiðréttingar sem gerðar hafa verið eiga að vera afturvirkar frá 1. maí 2014. Fyrir 1. ágúst, í síðasta lagi 1. september skal vera búið að raða starfsmanni í réttan launaflokk út frá nýju starfsmati.

Í ljósi þess að um töluverða vinnu er að ræða er sveitarfélögum gefið svigrúm til 1. október 2015 til að leiðrétta launin aftur í tímann.

Sveitarfélögin hafa fengið nýtt starfsmat í hendurnar og stéttarfélögin líka.

Fjöldi starfsmanna fær launahækkanir vegna endurmatsins. Við hvetjum því starfsmenn sveitarfélaga til að fylgjast með hvort leiðréttingar skili sér, hvort starfsfólki sé raðað rétt í launatöfluna o.s.frv. Til að sjá breytingarnar má fletta upp störfum HÉR. Hafið samband við launadeild sveitarfélagsins eða stéttarfélagið ef spurningar vakna. Almennar upplýsingar um starfsmatið má nálgast hér.

Deila