fimmtudagurinn 26. febrúar 2015

Þéttum raðirnar - það er núna eða aldrei !

Þann 28. febrúar lýkur gildistíma allra helstu kjarasamningar sem Verk Vest er aðili að. Ennþá er himinn og haf milli deiluaðila og ólíklegt að gengið verði frá endurnýjun samninga fyrir þann tíma. Þegar svo er komið er Nr.1 er að öll verkalýðshreifingin standi saman en nagi ekki í bakið hvert á öðru. Ég lít svo á að allar kröfur sem hafa komið fram séu hófstilltar og sanngjarnar. Við erum að semja fyrir mjög ólíka hópa og sínum augum lítur hver silfrið. Við þurfum að ganga í takt og styðja við framkomnar kröfur aðildarfélaga en ekki tala þær niður. Gera má ráð fyrir að launafólk sé að sigla inn í tímabil þar sem samstöðu er þörf sem aldrei fyrr. Það er skylda okkar ALLRA að koma í veg fyrir að gjáin milli efnaminni og efnameira dýpki meira en orðið er. Látum ekki hræða okkur frá því að berjast fyrir bættum kjörum. Látum Samtök atvinnulífsins ekki reka fleyga í okkar raðir, þéttum frekar raðirnar og verjum kjör ALLRA á vinnumarkaði.

Baráttukveðjur

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.