Translate to

Fréttir

Þing Sjómannasambands Íslands

Sævar Gestsson, fomaður sjómannadeildar Verk Vest Sævar Gestsson, fomaður sjómannadeildar Verk Vest
Þing Sjómannasambands Íslands er haldið í Reykjavík dagana 29. - 30. september. Verkalýðsfélag Vestfirðinga átti rétt á að senda einn fulltrúa frá félaginu á þingið og er Sævar Gestsson, formaður sjómannadeildar Verk Vest, fulltrúi félagsins á þinginu. Eins og áður sagði þá hófst þingið í gær með ávörpum gesta og var einn af ræðumönnum forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson sem gerði framgöngu LÍÚ í kjaraviðræðum sjómanna ásamt afskipti þeirra af kjaraviðræðum á almennum markaði að umtalsefni. ..." Í raun má halda því fram með rökum, að bæði LÍÚ og SA hafi með þessu sett íslenska samningakerfið í sjálfheldu og þar af leiðandi í mikla hættu. Fyrirkomulag kjarasamninga á Íslandi er með þeim hætti, að samningaaðilum vinnumarkaðar er falið það hlutverk að semja um kaup og kjör á vinnumarkaði. Þessu hlutverki fylgir mikil ábyrgð og hún felst í því að þrátt fyrir ágreining og erfiðar deilur verðum við einfaldlega að finna leiðir annað hvort við samningaborðið eða eftir þeim leikreglum sem við höfum sett okkur. Um þetta hlutverk okkar var árið 1938 settur ákveðinn rammi - sem við köllum gjarnan stjórnarskrá samningakerfisins - með setningu laga um vinnulöggjöfina. Var það m.a. samkomulag milli ASÍ og samtaka atvinnurekenda eftir áratuga löng átök á vinnumarkaði.

Framganga útgerðarmanna á síðasta ári, þegar við sátum að gerð kjarasamninga fyrir nánast allan vinnumarkaðinn, fór nokkuð nærri því að framkalla allsherjarverkfall á Íslandi sem ekki hefur gerst í meira en þrjátíu ár! Það er mín skoðun að stjórn LÍÚ hafi með félagslegum aðgerðum sínum á Austurvelli brotið gegn því ákvæði Vinnulöggjafarinnar að óheimilt sé að beita ríkisstjórn og Alþingi þrýstingi með slíkum aðgerðum. Tel ég reyndar óhjákvæmilegt annað en að láta á það reyna fyrir Félagsdómi hvort svo hafi verið, en lögfræðideild sambandsins vinnur að því að skoða það mál. Það síðasta sem þið hafið mátt þola í þessari deilu útgerðarmanna við ríkisstjórn er hótun um verkbann, þar sem þeir krefjast þess að þið takið að ykkur að greiða fyrir þá þann auðlindaskatt sem þjóðin hefur lengi krafist að greiddur yrði fyrir afnotin af þessari sameiginlegu auðlind okkar. Það er mín skoðun, að ef til slíkra átaka komi sé afar líklegt að þau muni breiðast út og valda miklu alvarlegri deilum og átökum á vinnumarkaði en menn halda.
" Nánar er hægt að lesa í fréttabréfi ASÍ. Ályktanir þingsins má lesa á heimasíðu Sjómannasambands Íslands.
Deila