Translate to

Fréttir

Trésmiðja Ísafjarðar komin í gang

Vignir, Halldór og Júlíus. Mynd. bb.is Vignir, Halldór og Júlíus. Mynd. bb.is
Nýtt trésmíðafyrirtæki sem leggur áherslu á smíði innréttinga og hurða hefur verið stofnað í Ísafirði, en starfsemin mun verða til húsa í húsnæði því sem hýsti áður starfsemi TH innréttinga. En eins og áður hefur komið fram hér á vefnum var starfsemi TH innréttinga úrskurðuð gjaldþrota rétt fyrir síðustu jól. Þeir sem að fyrirtækinu standa eru hoknir af reynslu í innréttingabrsansanum og munu kappkosta að þjónusta ekki síst Vestfriðinga sem og aðra landsmenn með vönduðum innréttingum og faglegri þjónustu. Hið nýja fyrirtæki mun áfram vera í samstarfi við Eldaskálann í Reykjavík um framleiðslu og sölu eldhúsinnréttinga líkt og TH inréttingar voru áður. Aðstandendur fyrirtækisins ætla að byrja hægt en bæta við mannskap eftir því sem verkefnastaða eykst. Það er von Verk Vest að vel gangi að afla verkefna hjá hinu nýja fyrirtæki og fljótlega verði hægt að ráða inn fleiri af fyrrverandi starfsmönnum TH innréttinga.
Deila