miðvikudagurinn 3. október 2012

Trúnaðarmannanámskeið

Hópur trúnaðarmanna við lok námskeiðs 2011
Hópur trúnaðarmanna við lok námskeiðs 2011
Verk Vest heldur trúnaðarmannanámskeið þessa dagana í samstarfi við Félagsmálaskóla Alþýðu, trúnaðarmenn frá Fos Vest taka einnig þátt í námskeiðinu. Leiðbeinendur koma frá ASÍ, Virk starfsendurhæfingarsjóði en á námskeiðinu verður fjallað um samspil kjarasamninga og trygginga, starfendurhæfingu og vinnueftirlit. Um er að ræða þriggja daga námskeið sem er hluti af kjarsamningsbundinni fræðslu trúnaðarmanna. Námskeiðinu lýkur í dag með yfirferð á því sem reynist oft erfitt á fundum eða öðrum samkomum, en það er að standa upp og tala. Trúnaðarmennn koma víðsvegar að af félagssvæðinu og eru til að mynda þrír trúnaðarmenn sem koma frá Hólamvík. Verk Vest sendir trúnaðarmönnum baráttukveðju um leið og þeir eru hvattir til að vera áfram öflugir tengiliðir vinnustaðar og stéttarfélags.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.