Translate to

Fréttir

Vakin er athygli á um n.k. áramót fækkar Samgöngustofa þeim frestum sem hún veitir til þess að sækja öryggisfræðslu úr tveimur í einn frest.

Í reglugerð nr. 817/2010 um lögskráningu sjómanna er sú krafa gerð að eigi megi ráða mann til starfa á íslensku skipi nema að hann hafi sótt námskeið í öryggisfræðslu hjá Slysavarnaskóla sjómanna eða hjá öðrum viðurkenndum aðila. Í reglugerðinni er að finna heimild Samgöngustofu til að veita sjómanni fest frá því að sækja námskeið í öryggisfræðslu, hafi hann ekki sótt slíkt námskeið áður en hann hafði verið lögskráður á skip í 180 daga, (Frumnámskeið) eða áður en 5 ár voru liðin frá því að hann sótti síðast námskeið í öryggisfræðslu, (Endurmenntunarnámskeið). Samgöngustofa hefur undanfarin ár viðhaft það verklag að veita sjómanni frest frá því að sækja öryggisfræðslunámskeið í allt að tvö skipti. 

Frá 1. janúar n.k. munu þeir sem sækja um frest til þess að sækja frumnámskeið eða endurmenntunarnámskeið öryggisfræðslunámskeiðs hjá Slysavarnaskóla sjómanna aðeins fá einn frest til þess að sækja slíkt frumnámskeið eða eftirmenntunarnámskeið og gildir sá frestur í  3 mánuði.

Þeir sem ráðnir eru til starfa á farþegaskipum skulu hafa sótt og lokið öryggisfræðslunámskeiði og námskeiðum í hóp- og neyðarstjórnun. Þeir skulu með sama hætti og hingað til hafa lokið annað hvort öryggisfræðslunámskeiði eða hóp- og neyðarstjórnunarnámskeiði til þess að fá frest til að sækja það námskeið sem þeir hafa ekki sótt. Sá festur er aðeins veittur í eitt skipti og gildir til 3ja mánaða eins og hingað til.

Samgöngustofa væntir þess að samtök ykkar kynni þetta breytta fyrirkomulag meðal starfsmanna og félagsmanna eftir því sem við á.

Spurningum og athugasemdum við ofangreint skal komið á framfæri við Ólaf J. Briem, deildarstjóra skírteina sjófarenda hjá Samgöngustofu í síma 480 6000 eða í vefpósti olafurjb(hjá)samgongustofa.is

Deila