fimmtudagurinn 5. september 2013

Vegleg bókagjöf

Hjördís og Pétur á góðri stund
Hjördís og Pétur á góðri stund

Verkalýðsfélaginu barst á dögunum vegleg gjöf.  Fyrrverandi formaður félagsins, Pétur Sigurðsson og kona hans, Hjördís Hjartardóttir færðu félaginu  á sjötta tug bóka sem þau hafa eignast í gegnum árin.  Um er að ræða fagurbókmenntir ýmis konar sem og ævisögur merkra manna og kvenna.  Þessi vísir að bókasafni er félaginu kærkominn og verður þessum bókakosti skipt niður og komið fyrir í orlofsíbúðum og orlofshúsum í eigu félagsins.  Þakkar  félagið þeim hjónum innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að gleðja marga félagana.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.