mánudagurinn 14. janúar 2013

Verk Vest vill halda í kjarasamninga

Frá fundi Trúnaðarráðs Verk Vest
Frá fundi Trúnaðarráðs Verk Vest
Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum laugardaginn 12. janúar að beina þeim tilmælum til samninganefnda ASÍ að kjarasamningum verði ekki sagt upp. þrátt fyrir þungt hljóð í fundarmönnum gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum var talið að illskárri kostur væri að halda í samninginn en segja honum upp með tilheyrandi óvissu í kjölfarið. Fundarmönnum þótti ljóst að á brattann yrði að sækja og því væri betra að fara í málin af skynsemi frekar en offorsi án þess að skeyta um afleiðingarnar. Ljóst væri að atvinnurekendur ætluðu ekki að segja upp samningum, þá væru viðræður um endurskoðun kjarasaminga ASÍ og SA enn í gangi. Á fundinum var hvatt til þess að strax yrði farið í undirbúning við gerð nýs kjarasamnings. En gildandi kjarasamningur rennur út 31.janúar 2014 komi ekki til uppsagnar.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.