Fréttir

Verkalýðsfélag Vestfirðinga auglýsir eftir starfsmanni í bókhald á skrifstofu félagsins á Ísafirði

Ábyrgðasvið:

 • Bókun reikninga
 • Afstemmingar og uppgjör
 • Umsjón með launabókhaldi
 • Skýrslugerð
 • Umsjón með innheimtu og rafrænum skráningum
 • Önnur tilfallandi skrifstofustörf

 Hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi 
 • Reynsla af bókhaldsstörfum, uppgjörsvinnu og afstemmingum er skilyrði
 • Góð þekking á TOK bókhaldskerfi og rafrænum skráningarkerfum er kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku. Önnur tungumál kostur
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund

Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Upplýsingar veitir:

Kristín Guðmundsdóttir, kristin@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars nk.

Deila