Translate to

Fréttir

Verkfallsboðun sjómanna í Verk Vest samþykkt með 82% atkvæða

Niðurstaða í kosningu um verkfallsboðun hjá sjómönnum sem starfa samkvæmt aðalkjarasamningi ASV við SFS ( áður LÍÚ ) á félagssvæði Verkalýðsfélags Vestfirðinga liggur fyrir. Sjómenn í félaginu sýndu með afgerandi hætti stuðning við verkfallsboðun en 82% þeirra sem greiddu atkvæði kusu með verkfallsboðun. Einungis 16% greiddu atkvæði á móti verkfallsboðun og 2% tóku ekki afstöðu. Mikill einhugur ríkti meðal þeirra sjómanna sem greiddu atkvæði á landsvísu og reyndist stuðningur nær 90% nú þegar öll félög sjómanna hafa skilað niðurstöðum í kosningu um verkfallsboðunina. Þessi gríðarlega samstaða sjómanna sýnir svo ekki verður um að villast að stefna mun í hörð verkfallsátök náist samningar ekki fyrir boðað verkfall. Alls voru 116 sjómenn á kjörskrá og tók 53,45% þátt. 

Rétt er að vekja athygli á að félagsmenn í VM félagi vélstjóra og málmtæknimanna og Sjómannafélagi Íslands greiddu einnig atkvæði um verkfallsboðun og samykktu félagsmenn þeirra verkfallsboðun með 90% greiddra atkvæða.

Ótímabundið verkfall sjómanna í Verk Vest sem starfa samkvæmt aðalkjarasamningi ASV við SFS ( áður LÍÚ ) hefjast því fimmtudaginn 10. nóvember kl.23:00. 

Samningaráð sjómanna hjá Verk Vest sendir sjómönnum baráttu- og samstöðukveðjur.

Deila