Translate to

Fréttir

Vinna við aðfararsamning hafin

Þau fimm félög innan SGS sem samþykktu aðalkjarasamning sem var undirritaður þann 21. desember 2013 hafa þegar myndað samninganefnd SGS og falið henni umboð til viðræðna. Enda alveg skýrt að þessi fimm félög eru bundin af aðalkjarasamningi SGS og þeim aðfararsamningi sem þar var innifalinn. Fyrsti fundur samninganefndar var haldinn 31. janúar og er skipuð formönnum frá eftirtöldum félögum: AFL starfsgreinafélag á Austurlandi, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Vlf. Suðurlands, Vlsf. Sandgerðis og Vlsf. Bolungavíkur. Formaður samninganefndar SGS er Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður AFLs. Næsti fundur samninganefndar verður þriðjudaginn 11. febrúar þar sem unnið verður að því að móta frekari kröfugerð á hendur SA. Samkvæmt fresti sem fékkst á viðræðuáætlun er gert ráð fyrir að SA verði tilkynntar kröfur samninganefndar fyrir miðjan febrúar, en viðræðurnar fara fram undir verkstjórn ríkissáttasemjara. Þá hafa fulltrúar þeirra félaga innan ASÍ sem eru með samþykktan samning ákveðið að eiga með sér samráðsfund í næstu viku um stöðuna og hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi samstarfi þessara félaga í vinnunni framundan.

Varðandi aðra samninga sem ósamið er um hjá Verk Vest eins og ríkissamning, beitningasamning, bændasaming ofl. þá er sú vinna í ákveðnum farvegi hjá SGS.
Deila