Pistlar

Hvatning til atvinnurekenda !

Hækkum lágmarkstaxta Hækkum lágmarkstaxta

Á stjórnarfundi Verkalýðsfélags Vestfirðinga þann 2. mars sl. var frestun launahækkana til umræðu. Þrátt fyrir að mikilvægum árangri hafi verið náð með hækkun lágmarkstekjutryggingar upp fyrir grunnatvinnuleysisbætur þá vill stjórn félagsins beina eftirfarandi hvatningu til atvinnurekenda.

 

"Markmið kjarasamninganna frá 17.febrúar 2008 var að bæta hag þeirra lægst launuðu.  Þann 1.mars sl. hefðu laun verkafólks, sem fær greidd laun samkvæmt almennum taxta, átt að hækka um kr. 13.500 og hjá iðnaðarmönnum um kr. 17.500.   Launahækkanirnar sem hefur nú verið frestað hefðu því skipt þessa launþega miklu máli.   

 

Lágmarks taxti fyrir almenn störf sem ekki eru skilgreind í kjarasamningi eru kr.137.752 fyrir dagvinnu.  Um síðustu áramót hækkuðu grunnatvinnuleysisbætur í kr.149.523 og voru þá orðnar 11.771 krónum hærri en lágmarks taxti.

Frá og með 1.mars hækkaði lágmarkskauptrygging úr 145.000 í 157.000 fyrir dagvinnu ásamt bónus og vaktaálag. Til samanburðar  er lágmarkstaxti í fiskvinnslu  kr.144.153 fyrir dagvinnu.  Lágmarkstaxti í fiskvinnslu er því 12.847 krónum lægri en kauptryggingin. 

 

Í ljósi þessa er þeirri hvatningu beint til fyrirtækja að þau hækki taxtalaun þannig að enginn greiddur taxti verði undir lágmarkstekjutryggingu fyrir fullt starf í dagvinnu.

 

Kjósi atvinnurekendur þá leið að hækka laun nú þá munu þeir stuðla að aukinni velferð og starfsánægju á vinnustað, ásamt því að viðhalda þeim megin markmiðum kjarasamninganna frá 17. febrúar 2008 að bæta kjör þeirra lægst launuðu.

 

Með þessu móti væru atvinnurekendur einnig að koma á móts við þau meginmarkmið Samtaka atvinnulífsins að viðhalda stöðugleika sem og hvetja til virkrar þátttöku á vinnumarkaði." 
Deila