Translate to

Pistlar

Verkalýðsfélag Vestfirðinga sendir félögum á Flateyri og Ísafirði árnaðaróskir

Hjólin snúast á ný í Kampa Hjólin snúast á ný í Kampa

Eftir nokkra deifð í vinnslu sjáfarafurða á Flateyri og Ísafirði að undanförnu, eru hjól nýrra fyrirtækja sem byggja á áralangi verkþekkingu starfsfólks að komast í gang að nýju. Föstudaginn 5 október hóf starfsemi á Flateyri fiskvinnslufyrirtækið Eyraroddi Hf, en þar hafa 34 verið ráðnir til starfa. Samkvæmt upplýsingum hefur vinnslan gengið ágætleg það sem af er, þessa fyrstu viku sem vinnslan hefur verið í gangi.  Og nú aðeins viku síðar föstudaginn 12 október fór í gang rækjuvinnsla hjá nýju fyrirtæki í gamalgrónu verksmiðjuhúsi, en þar hafa þegar á þriðja tug verið ráðnir til starfa. Það var ekki annað að sjá og heyra á strafsfólki í nýja fyrirtækinu að það ríkti mikil gleði með að vera farin að vinna "rauðagullið" á ný. 

Bæði þessi fyrirtæki búa að því að það starfsfólk sem var áður í vinnu hjá þeim hefur ráðið sig aftur til starfa. Með því tapast ekki sú verkþekking sem starfsmenn hafa skapað í vinnslunni, en án hennar hefði verið nánast ógerningur að hefja vinnslu á ný.  Þetta verður vonandi sú vítamínsprauta sem okkur Vestfirðingum vantaði í atvinnulífið, sérstaklega nú þegar fréttir berast af því úr öðrum landshlutum að fyrirtæki í sjávarútvegi séu að draga saman seglin vegna boðaðra aflaskerðinga.

Deila