Tilkynningar

Framhaldsnám trúnaðarmanna

Fyrirhugað er að halda framhaldsnámskeið fyrir trúnaðarmenn hjá Verk Vest dagana 27. - 31. október nk. 3ja daga námskeið fyrri hluti og 2ja daga námskeið seinni hluti, dagana 3. - 7. nóvember. Námskeiðið er framhald af þeim námskeiðum sem félagið stóð fyrir sl. vor í samstarfi við Fos-Vest. Á áætlun er að uppbygging þeirra verði með áþekku sniði og námskeiðanna í vor þ.e. kennt verði 3 daga fyrri vikuna og 2 daga seinni vikuna.

Námskeiðið er einnig ætlað trúnaðarmönnum sem hafa starfað einhvern tíma og hafa grunnnámskeið trúnaðarmanna að baki. Trúnaðarmenn félagsins eru beðnir að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir í samstarfi við vinnuveitendur. Skráningu er hægt að framkvæma á netfangið finnbogi@verkvest.is og eins á skrifstofu félagsins í símum 4563190 eða 4565190.

Deila