Translate to

Tilkynningar

Gerviverktaka - Verkafólk! fórnum ekki samningsbundnum tryggingum

Fáar krónur fórn dýru verði keyptar  Fáar krónur fórn dýru verði keyptar
 

Ágætu félagsmenn stöndum vörð um réttindi okkar, tökum ekki þátt í "gerviverktöku" þar sem fólk er verktakar í orði en í reynd er fólk launamenn án samningsbundinna trygginga.


Meiginmunurinn á raunverulegum verktaka og launmanni er m. a:

Verktaki gerir samning um verk gegn ákveðnu gjaldi. Hann ber ábyrgð á framkvæmd þess og kostar hana. Hann leggur sjálfur til verkfæri og annað sem til þarf, ákveður sjálfur vinnutíma og vinnuskipulag, og getur ráðið starfsmenn til verksins. Verktaki stendur sjálfur skil á tryggingum og sköttum, launatengdum gjöldum og launaframtali samkvæmt bókhaldi sínu. Verktakar fá ekki atvinnuleysisbætur nema þeir séu hættir að starfa sjálfstætt og skili inn virðisaukaskattsnúmeri.


Launamaður er ráðinn hjá vinnuveitanda sínum samkvæmt kjarasamningum og vinnur eftir fyrirmælum hans á föstum vinnutíma. Hann er skuldbundin til að vinna sjálfur tilskilinn vinnutíma og getur ekki fengið annann til að vinna verkið fyrir sig. Atvinnurekandi dregur af launum hans staðgreiðslu, iðgjald til lífeyrissjóðs og félagsgjald og stendur skil á þessum gjöldum ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð og gjöldum í sjúkra- og orlofssjóð. Launamaður er tryggður samkvæmt kjarasmaningum.


Verkafólk! fórnum ekki samningsbundnum tryggingum, hugsum okkur vel um og leitið upplýsinga ef ykkur er boðið að gerast verktakar! Látum ekki glepjast af gylliboðum um fleiri krónur í umslagið, þær eru fljótar að hverfa ef eitthvað kemur uppá.

Deila