Tilkynningar

Íbúðin í Furulundi komin í útleigu

Íbúð Verk-Vest í Furulundi 8 á Akureyri, sem hefur verið í fastri leigu að vetrinum mörg undanfarin ár, er nú komin í úleigu til félagsmanna eins og íbúðir félagsins í Reykjavík. Upphaflega var reynt að leigja íbúðina til félagsmanna viku í senn allt árið, en dræm aðsókn að vetrinum varð til þess að hún var leigð skólafólki á veturna en leigð til félagsmanna á sama hátt og orlofshús að sumrinu.

Íbúðin í Furulundi var í fastri leigu í vetur, en um áramótin breyttust hagir leigjenda þannig að þeir gátu ekki leigt áfram.
Ákveðið hefur verið að leigja félagsmönnum viku í senn í vetur, enda eru samgöngur nú orðnar mun auðveldari milli Vestfjarða og Akureyrar en var þegar föst vetrarleiga var tekin upp, þó vissulega sé mikið óunnið í þeim efnum, einkum Vestfjarðamegin. Ekki má svo gleyma því að Eining-Iðja er vinafélag Verk-Vest og Akureyri er ört vaxandi bær sem hefur upp á margt að bjóða. Kannski góð tilbreyting að fara ekki alltaf suður?

Þess má geta að íbúðin fékk mikla yfirhalningu í sumar og er nú sem ný. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins, eða hér á vefnum undir ORLOFSSJÓÐUR
Deila