Tilkynningar

Landsmennt hækkar einstaklingsstyrki vegna aukinna ökuréttinda

Frá og með 1. janúar 2008 munu styrkir til aukinna ökuréttinda hækka úr kr. 81.000.- í kr. 100.000.- 

Hér er um að ræða hækkun sem færir styrki til aukinna ökuréttinda hjá Landsmennt nær þeirri upphæð sem Starfsafl var að greiða á síðasta ári en þar voru styrkir til aukinna ökuréttinda að upphæð 101.000.- og verða áfram þannig á þessu ári.

Sjómennt ákvað að hækka sína styrki vegna aukinna ökuréttinda í kr. 100.000.- á þessu ári og því þótti eðlilegt að Landsmennt gerði það líka. Engin önnur breyting var gerð á upphæðum annarra styrkja.

Upplýsingar á heimasíðu Landsmenntar verða uppfærðar með tilliti til þessarar breytingar.

Deila