Tilkynningar

Skrifstofustjóri óskast

Skrifstofa stéttarfélaganna á Ísafirði óskar eftir að ráða skrifstofustjóra, viðkomandi  þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skrifstofustjóri sér um daglegan rekstur skrifstofu, launaútreikning og önnur tilfallandi störf ásamt aðstoð við félagsmenn Verk Vest og Félags járniðnaðarmanna á Ísafirði.


Nauðsynlegt er að  umsækjendur hafi góða bókhaldsþekkingu, þá er tölvukunnátta og lipurð í mannlegum samskiptum nauðsynleg.  Þekking  af málefnum vinnumarkaðarins æskileg,  góð reynsla af almennum skrifstofustörfum nauðsynleg. Önnur menntun eða hæfni á sviði vinnumarkaðsmála sem gætu nýst í starfinu verða talin til tekna við mat á umsækjendum.
 

Nánari upplýsingar um starfið og launakjör gefur Finnbogi Sveinbjörnsson,  á netfangið finnbogi@verkvest.is  eða í síma 8626046. Öllum umsóknum verður svarað en áskiljum okkur þann rétt að hafna öllum ef enginn umsækjandi telst hæfur í starfið.
 

Umsóknarfrestur er til 10.nóvember næst komandi og þurfa umsóknir um starfið að hafa borist fyir þann tíma á ofnagreint netfang eða á Skrifstofu verkalýðsfélaganna, Pólgata 2, 400 Ísafjörður.  

Deila