Tilkynningar

TILBOÐ ÓSKAST

Pólgata 2 Pólgata 2

Tilboð í útanhúsviðgerðir og málun.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga óskar eftir tilboðum í utanhúsviðgerðir á húsi félagsins Pólgötu 2 á Ísafirði. Í tilboðinu skal eftirfarandi vera innifalið:  múrviðgerðir á útveggjum, endurnýjun á þakrennum og niðurföllum, gler endurnýjað þar sem þörf er á ásamt glerlistum þá skal skipt um alla undirlista. Opnanleg fög, þéttikantar, lamir o.þ.h. verði yfirfarið og endurnýjað. Allir veggfletir ásamt, gluggum og öðrum timburflötum verði málaðir. Þá verði útidyrahurð endurnýjuð ásamt því  að aðgengi fyrir fatlaða verði lagfært.  Allir efnisþættir skulu einnig vera innifaldir í tilboðinu. Stutt yfirlit um framkvæmdir má sjá hér, en nánari upplýsingar um verkþætti er hægt að fá hjá skrifstofu félagsins. Framkvæmdum skal vera lokið eigi síðar en 1.ágúst 2010.

Deila