Translate to

VIRK - endurhæfing

11 milljarða ávinningur af starfsemi VIRK á árinu 2014

Á ársfundi VIRK fór Benedikt Jóhannesson yfir útreikninga Talnakönnunar á árangri VIRK á árinu 2014 en áður lágu fyrir útreikningar á ávinningi starfsins á árinu 2013. Niðurstaða Talnakönnunar er sú að ávinningur af starfi VIRK á árinu 2014 hafi verið um 11,2 milljarðar króna samanborið við 9,7 milljarðar á árinu 2013. Í þessu samhengi má benda á að rekstrarkostnaður VIRK á árinu 2014 var um 2 milljarðar samanborið við 1,3 milljarða á árinu 2013.

Ábatinn af starfsemi VIRK skilar sér til Tryggingastofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins í formi aukinna skatttekna. Ofan á þetta kemur svo bættur hagur einstaklinga, bæði fjárhagslegur auk þeirra lífsgæða sem felast í því að geta tekið fullan þátt í samfélaginu.

Sjá nánar í frétt á vefsíðu VIRK.

Deila