VIRK - endurhæfing

Árangur í starfsemi VIRK

Þjónusta VIRK er ætluð einstaklingum með skerta starfsgetu vegna heilsubrests sem stefna markvisst aftur að þátttöku á vinnumarkaði. Auk þess þurfa þeir að hafa bæði vilja og getu til að taka á virkan þátt í eigin starfsendurhæfingu.
Tveir af mörgum árangursmælikvöðrum okkar í starfseminni er hversu fljótt við náum til einstaklinga sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda og hve vel okkur tekst að styðja fólk aftur í launað starf á vinnumarkaði. Til þess að ná góðum árangri er mikilvægt að ná til einstaklinga áður en þeir fjarlægjast vinnumarkaðinn til lengri tíma. 
Sjá nánar á virk.is 
Deila