Translate to

VIRK - endurhæfing

Árangursrík starfsendurhæfing ungs fólk með geðrofssjúkdóma

„Við sjáum nú æ betur að ungt fólk með geðrofssjúkdóma getur unnið meira og betur en við gerðum okkur áður grein fyrir.“ segja Nanna Briem yfirlæknir og Valur Bjarnason félagsráðgjafi um framgang IPS samstarfsverkefnis VIRK og geðdeildar LSH á Laugarásvegi.

VIRK og LSH Laugarási hafa síðan 2012 unnið að uppbyggingu árangursríkrar starfsendurhæfingar fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma. Samstarfsverkefnið er grundvallað á IPS (Individual Placement and Support) hugmyndafræðinni sem byggir á gagnreyndum aðferðum og felur í sér að fólk fari beint út á vinnumarkað en njóti stuðnings og eftirfylgni frá þverfaglegu teymi. Verkefnið hefur gengið mjög vel. 34 ungmenni hafa tekið þátt, 14 eru í vinnu og 16 eru að skoða mögulega atvinnuþátttöku.

„Samskiptin við atvinnurekendur hafa verið einstaklega góð. Þeir hafa sýnt gott hjartalag. Þetta samstarf með öðru eykur líkur á því að fólk komist á vinnumarkaðinn og nái bata. Einstaklingum frá Laugarásnum hefur líka verið vel tekið af samstarfsfólki. Móttökurnar hafa verið betri en við bjuggumst við. Gott samstarf við þjónustuna hér hefur gert atvinnurekendur öruggari og auðveldað að finna vinnu fyrir skjólstæðinga í IPS úrræði.“ segja Nanna og Valur einnig í áhugaverðu viðtali á vefsíðu VIRK sem sjá má í heild sinni hér.

Nánari upplýsingar um IPS árangurinn í Laugarási má sjá hér

Deila