Translate to

VIRK - endurhæfing

„Atvinna besta meðferðin“

Bandaríkjamennirnir Deborah R. Becker og Robert E. Drake, hugmyndasmiðir og frumkvöðlar IPS hugmyndafræðinnar (Individual Placement and Support), sóttu VIRK heim nýverið.

VIRK og geðdeild LSH Laugarási hafa unnið að uppbyggingu árangursríkrar starfsendurhæfingar fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóma síðan 2012 sem grundvallað er á IPS. Samstarfsverkefnið hefur gengið vel og lofar góðu, 34 ungmenni hafa tekið þátt, 14 eru í vinnu og 16 eru að skoða mögulega atvinnuþátttöku.

Deborah og Robert fóru yfir grunn IPS hugmyndafræðinnar og tilurð hennar, framkvæmd og skipulag og ræddu hvernig best sé að standa að innleiðingu IPS.

Sjá nánar í frétt á vefsíðu VIRK.

Deila