VIRK - endurhæfing

Atvinnurekendur skilningsríkir

„Vinnan við að útvega störf hefur gengið vonum framar, eiginlega mjög vel,“ segir Hlynur Jónasson atvinnuráðgjafi hjá IPS verkefninu í Laugarási, samstarfsverkefni VIRK og LSH, sem hefur aðstoðað skjólstæðinga þar við atvinnuleit.

„Ég vil leggja áherslu á að atvinnurekendur sem ég hef haft samskipti við í sambandi við IPS verkefnið hafa sýnt því mikinn skilning og áhuga og verið tilbúnir til að horfa á styrkleika einstaklingsins en ekki takmarkanir. Það skiptir öllu máli og er grunnurinn að þessu starfi. Sem og góð tengsl einstaklings við sitt vinnuumhverfi.“ segir Hlynur m.a. í viðtali sem sjá má í heild sinni hér.

Deila