VIRK - endurhæfing

Atvinnutengd starfsendurhæfing um allt land

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leggur höfuðáherslu á fjölbreytta og einstaklingsmiðaða starfsendurhæfingu sem tekur mið af aðstæðum þeirra einstaklinga sem eru í þjónustu VIRK en um 2300 manns eru nú í starfsendurhæfingu hjá VIRK. Á vegum VIRK starfa sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfingu um allt land sem í flestum tilfellum eru staðsettir hjá stéttarfélögum og starfa náið með sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Til þess að tryggja fjölbreytta og einstaklingsmiðaða þjónustu fyrir einstaklinga í þjónustu VIRK um allt land kaupir starfsendurhæfingarsjóðurinn þjónustu fagfólks sem er starfandi á hverju svæði fyrir sig. Um er að ræða sálfræðinga, sjúkraþjálfara, símenntunaraðila og annað fagfólk sem býður fjölbreytta og faglega þjónustu fyrir einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu í kjölfar heilsubrests. Þá er VIRK með samninga við starfsendurhæfingarstöðvar um allt land sem er liður í því að tryggja að til staðar sé fagleg þekking og reynsla á sviði starfsendurhæfingar á öllu landinu. Ráðgjafar VIRK eiga síðan í góðu samstarfi við atvinnurekendur og stofnanir á sínu svæði. Sjá má yfirlit yfir helstu þjónustuþætti sem eru til staðar fyrir einstaklinga í þjónustu VIRK á hverju svæði fyrir sig í á virk.is

Deila