VIRK - endurhæfing

Bílstjóri eða farþegi? Góð ráð til að takast á við streitu í vinnu

Streita vegna vinnu er algeng orsök heilsubrests hjá starfsmönnum og getur hún haft víðtæk áhrif á starfsmenn og vinnustaðinn allan. Í efnahagsþrenginum fjölgar streituvöldum í umhverfi okkar, margir glíma við fjárhagsáhyggjur og aðra erfiðleika sem geta gert þeim erfiðara fyrir að takast á við álag í vinnu. Atvinnurekendur geta á margan hátt haft áhrif á streitu innan sinna fyrirtækja, svo sem með góðu skipulagi, hvetjandi umhverfi, opnum samskiptum, hæfilegu vinnuálagi og auknum áhrifum starfsmanna á störf sín.

Starfsmenn sem upplifa mikla streitu í starfi ættu þó ekki að sitja og bíða eftir að stjórnendur breyti vinnufyrirkomulaginu. Hver og einn getur tekið ábyrgð á eigin heilsu og til þess eru ýmsar leiðir. Á heimasíðu VIRK er að finna góða samantekt yfir þá helstu þætti sem við getum haft áhrif á og leiða til betri líðan og minni streitu í vinnu. 

Lesa meira.

Deila