VIRK - endurhæfing

Fékk nýja vinnu með hjálp ráðgjafans

„Ég get algjörlega þakkað Starfsendurhæfingarsjóði að ég er kominn með fasta vinnu. Mér fannst óhugsandi að hanga heima þótt ég sé með skerta starfsgetu fyrir gamla starfið mitt. Það eru til önnur úrræði,“ segir Ársæll Freyr Hjálmsson rafvirki sem lenti í alvarlegu vinnuslysi fyrir um ári síðan.  Hann leitaði til Sigrúnar Sigurðardóttur ráðgjafa VIRK og er nú kominn í fullt starf.


Það eru til önnur úrræði,“ segir Ársæll. „Ég átti nokkra fundi með Sigrúnu sem gerðu mér gott. Hjá henni fékk ég tækifæri til að ræða um slysið og afleiðingar þess. Mér var tjáð af yfirmönnum fyrirtækisins að ég ætti óskertan veikindarétt en ég spurði á móti hvort þeir vildu heldur hafa mig veikan heima en í starfi þar sem ég get búið til tekjur. Starfsendurhæfingarsjóður var eini möguleiki minn til að breyta þessu viðhorfi fyrirtækisins og fá menn til að ræða við mig. Fyrir það er ég þakklátur. Ég vil hvetja fólk í sömu sporum til að setja sig í samband við ráðgjafa hjá Virk. Ég hef þá skoðun að ef fólk er lengi frá vinnu þá verði endurkoman miklu erfiðari auk þess sem það hefur áhrif á andlega líðan.“

 

Nánar á www.virk.is

Deila