Translate to

VIRK - endurhæfing

Fjárhagslegur ávinningur starfsendurhæfingar

Ráðgjafafyrirtækið Talnakönnun hefur tekið saman fyrir VIRK nokkur einföld dæmi um fjárhagslegan ávinning þess þegar starfsendurhæfing skilar þeim árangri að einstaklingur tekur fullan þátt á vinnumarkaði í stað þess að fara á örorkulífeyri.

Útreikningar miðuðust við mismunandi forsendur um aldur, launagreiðslur og tímabil starfsendurhæfingar. Reiknað var hver heildarlaun einstaklings yrðu til 67 ára aldurs. Tekið var saman hvað lífeyrissjóður og Tryggingastofnun myndu greiða og hvert tap einstaklingsins yrði - en tap einstaklingsins miðast við þann hluta vinnulauna sem hann fær ekki bættan frá öðrum. 

Sjá nánar á virk.is 
Deila