VIRK - endurhæfing

Fjöldi greina og viðtala í Ársriti um starfsendurhæfingu

Atvinnuþátttaka eykur lífsgæði, er fyrirsögn í einu þeirra viðtala sem birt eru í Ársriti um starfsendurhæfingu 2012 og gefið var út í tengslum við ársfund VIRK nú á vordögum. Í viðtalinu segir Sigrún Sigurðardóttir ráðgjafi VIRK í starfsendurhæfingu, sem starfar fyrir Rafiðnaðarsambandið og fleiri stéttarfélög, meðal annars: „Mér finnst afar mikilvægt að fólk komist aftur til vinnu þótt það sé einungis í hlutastarfi til að byrja með. Þó að fólk geti ekki sinnt sínu gamla starfi er það ekki endilega óvinnufært." Síðan ræðir hún um starfsprófanir og segir:„Einn af mínum félagsmönnum var að kljást við afleiðingar af alvarlegu slysi og var ekki fær um að fara í sitt fyrra starf. Hann fór þessa leið og fékk í kjölfarið ráðningu." 
Sjá nánar á virk.is 


Deila